„Tel mig eiga nóg inni“

Feðgarnir Jón Arnar Magnússon og Tristan Freyr Jónsson.
Feðgarnir Jón Arnar Magnússon og Tristan Freyr Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

ÍR-ingurinn Tristan Freyr Jónsson stimplaði sig hressilega inn sem öflugur tugþrautarmaður þegar hann náði 7.468 stigum í tugþraut á HM 19 ára og yngri í Póllandi á dögunum. Tristan hafnaði í 9. sæti og setti Íslandsmet í þessum aldursflokki.

„Ég er mjög sáttur við árangurinn. Ég kom inn í mótið með 22. besta árangurinn en endaði í 9. sæti,“ sagði Tristan þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Meistaramóti Íslands á Akureyri en þar hvíldi Tristan enda nýbúinn að ljúka þrautinni.

„Fyrst og fremst ætlaði ég að bæta minn besta árangur og hugsaði lítið fyrir fram í hvaða sæti ég gæti lent. Mig langaði til að ná 7.500 stigum en fór nálægt því með því að ná 7.468 stigum og bætti mig um 200 stig eða svo. Ég tel mig eiga nóg inni enda get ég ennþá bætt við mig bæði í lyftingum og úthaldsæfingum, þar sem ég hef undanfarið einblínt á tæknilegu hlutina.“

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert