„Auðvelt að gíra mannskapinn“

Jón Ingason með boltann.
Jón Ingason með boltann. mbl.is/Ófeigur

Þjóðhátíð í Eyjum hefst formlega í kvöld með Húkkaraballinu svokallaða en Eyjamenn fá einnig gómsætan forrétt þegar karlalið ÍBV mætir FH fyrr um kvöldið í undanúrslitum Borgunarbikarsins.

Jón Ingason er uppalinn í Eyjum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 64 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í efstu deild undanfarin sex tímabil

„Stemmningin í liðinu er virkilega góð, þrátt fyrir döpur úrslit síðasta sunnudag gegn ÍA. Það er auðvelt að gíra mannskapinn í svona leik. Það er bikarúrslitaleikur í húfi og það þarf lítið að láta menn vita af því.“

Frábær staður fyrir stórleik

Viðbúið er að mikil stemmning verði í Eyjum í kvöld, ekki síst vegna nálægðarinnar við Þjóðhátíð.

„Þú færð eiginlega ekki betri stað og stund til að tryggja þér sæti í bikarúrslitaleiknum. Vonandi helst bongóblíðan og dagurinn verði bara flottur í alla staði. Við erum staðráðnir að komast í úrslitaleikinn og höfum sett okkur það markmið. Einnig þurfum við að koma til baka eftir vægast sagt slaka frammistöðu uppi á Skaga.“

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert