Gætu synt fram á líkamsleifar

Alls kyns úrgangur við keppnissvæðið í Guanabara Bay við Rio.
Alls kyns úrgangur við keppnissvæðið í Guanabara Bay við Rio. AFP

Aðbúnaður við þær íþróttagreinar sem fram fara í sjó á Ólympíuleikunum Rio hefur verið harðlega gagnrýndur, en mikil mengun í borginni og alls kyns úrgangur setja sterkan svip sinn á sjóinn þar sem keppt verður. 

Keppendum hefur verið ráðlagt að vera með munninn lokaðan við keppni vegna þess að mengunin getur haft slæm áhrif á heilsu þeirra. Þeim sem synda um sjóinn eiga það meira að segja á hættu að synda fram á líkamsleifar sem eru að finna í sjónum að sögn DR. Daniel Becker sem vinnur að undirbúningi mótsins og hefur kannað aðstæður á keppnissvæðinu. 

„Þrátt fyrir að aðstæður hafi skánað og hreinsun hafi haft töluverð áhrif til batnaðar þá er enn alls kyns úrgangur á keppnissvæðinu. Sem dæmi má nefna húsgögn, plastpokar, dósir, dýrahræ og það sem kannski sló mig mest er að þarna hafa fundist rotnandi líkamsleifar. Vonandi tekst að bæta ástandið í sjónum enn frekar fram að keppni,“ sagði Becker í samtali við fjölmiðla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert