Stóraukin fjárframlög

Frá undirritun samningsins í gær.
Frá undirritun samningsins í gær. mbl.is/Kristinn

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í gær tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða.

„Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ sagði Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, um undirritun samningsins.

„Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangri, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt á t.d. Ólympíuleikunum. Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma,“ sagði Lárus en hann kvað það oftar en ekki vera vegna fjárhagsörðugleika eða áhyggna vegna slíkra mála. „Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum áhyggjum.“

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert