Keilarar klára tvímenninginn á EM

Gústaf Smári Björnsson, t.v., og Ásgrímur Helgi Einarsson ,t.h., fylgjast …
Gústaf Smári Björnsson, t.v., og Ásgrímur Helgi Einarsson ,t.h., fylgjast grannt með gangi mála á brautinni. Ljósmynd/Guðjóns Júlíusson

Íslenska keilulandsliðið lauk tvímenningskeppni á EM í gær þegar tvíeykið Arnar Davíð Jónsson og Skúli Freyr Sigurðsson kláruðu sinn leik. Arnar spilaði 1286 sem gerir 214,3 að meðaltali og Skúli spilaði 1233 sem gerir 205,5 að meðaltali. Samtals spiluðu þeir því 2519 eða 209,9 að meðaltali og enduðu í 41. sæti.

Í Fyrradag spiluðu hinir íslensku keppendurnir og eftir að keppni lauk voru úrslitin þannig að Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson enduðu í 53. sæti en Stefán Claessen og Gústaf Smári Björnsson enduðu í 73. sæti.

Keppni í þrímenningi hófst í dag og lýkur á fimmtudaginn. Í morgun keppti fyrri þrímenningurinn sem er skipaður Gústafi Smára Björnssyni, Guðlaugi Valgeirssyni og Stefáni Claessen. Seinni part dags leikur svo seinni þrímenningurinn en hann skipa Skúli Freyr Sigurðsson, Bjarni Páll Jakobsson og Arnar Davíð Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert