Fótbolti og handbolti vinsælast á ÓL

Ólympíuleikarnir í Ríó þóttust takast vel þótt ekki hafi aðsókn …
Ólympíuleikarnir í Ríó þóttust takast vel þótt ekki hafi aðsókn á viðburðina verið eins góð og í London fyrir fjórum árum. AFP

Flestir keyptu sér miða á fótboltaleiki á nýafstöðnum Ólympíuleikum í Ríó og skal engan undra þar sem fótboltaíþróttin á hug og hjörtu Brasilíubúa. Hins vegar kemur nokkuð á óvart að næstflestir aðgöngumiðar seldust á handboltakeppni leikanna. Frjálsíþróttir og sund voru ekki á meðal fimm vinsælustu íþróttagreina leikanna ef mið er tekið af miðasölu.

Eins og áður segir seldust flestir aðgöngumiðar á fótboltaleiki Ólympíuleikanna. Handboltaleikirnir voru næstvinsælastir. Næst á eftir komu strandblak, körfuknattleikur og fimleikar. 

Hinn 13. ágúst mættu flestir áhorfendur á viðburði leikanna, rétt rúmlega 562 þúsund. 

Aðsókn á viðburði leikanna var ekki eins góð og á leikana fyrir fjórum árum sem fram fóru í London. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert