Margur verður af aurum api

Ragnar Sigurðsson í leik gegn Frökkum á EM í sumar.
Ragnar Sigurðsson í leik gegn Frökkum á EM í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tvennt kom mér á óvart við flutning landsliðsmannsins Ragnars Sigurðssonar frá rússneska liðinu Krasnodar til enska b-deildarliðsins Fulham.

Í fyrsta lagi sú staðreynd að einn besti miðvörður Evrópukeppninnar í sumar veki ekki alvöru áhuga úrvalsdeildarklúbba í Englandi og í öðru lagi sú staðreynd að Ragnar tók á sig verulega launalækkun til að uppfylla gamlan draum og spila í Englandi.

Ekki bara peninganna vegna

Fyrri hluta undrunarinnar geta allir Íslendingar verið sammála um. Voru menn ekkert að horfa á EM? Sáu þeir ekki Ragnar pakka Kane, Vardy, Rooney og öllum þessum ofmetnu ensku leikmönnum saman þetta töfrakvöld í Nice?

Svo berast fréttir af því að einhverjir meðalskussar eins og Ragnar Klavan landi samningi hjá stórliði Liverpool og þá klórar maður sér ansi hressilega í hausnum.

Þetta er samt ekki það sem ég ætla að fjalla sérstaklega um. Seinni hluti undrunarinnar er það sem ég ætla að skoða nánar. Það er svo yndislega hressandi að sjá og heyra í íþróttamanni eins og Ragnari Sigurðssyni, sem kemur alltaf hreint og beint fram og segir/gerir það sem hann langar til. „Ég er ekki í fótboltanum peningana vegna“ sagði Ragnar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins þegar hann var búinn að skrifa undir samninginn við Fulham. Þetta er viðhorf sem ekki sést oft í nútíma fótbolta og er að mínu mati virðingarvert.

Sjá viðhorfsgrein Benedikts Grétarssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert