Ynjur unnu upphafsleikinn

Ynjur unnu 5:4 sigur í kvöld.
Ynjur unnu 5:4 sigur í kvöld. mbl.is/Thorir O. Tryggvason.

Ynjur unnu Skautafélag Reykjavíkur, SR, 5:4, í fyrsta leik Íslandsmótsins í íshokkí í dag, en leikið var á Akureyri í afar kaflaskiptum leik.

Sunna Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir komu Ynjum í 2:0 í fyrsta leikhluta og Silvía Björgvinsdóttir skoraði þriðja mark þeirra í öðrum leikhluta.

Þá tóku hins vegar SR-konur við sér og jöfnuðu metin með mörkum frá Alexöndru Hafsteinsdóttur, Lisu Grobe og Brynhildi Hjaltested. Laura Murphy kom þeim svo í 4:3 og lokaði glæsilegum öðrum leikhluta gestanna.

Ynjur voru hins vegar sterkari í lokaleikhlutanum og tvö mörk frá þeim Silvíu Björgvinsdóttur og Sunnu Björgvinsdóttur gerðu út um leikinn, 5:4 lokatölur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert