HM kvenna verður á Akureyri

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí.
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí.

B-riðill 2. deildar heimsmeistaramóts íshokkís kvenna sem halda átti í Reykjavík dagana 27. febrúar til 5. mars verður haldið á Akureyri í staðinn. Þetta kemur fram á vefsíðu íshokkísambandsins í dag.

Þann 8. september ákvað haustþing alþjóða ísknatt­leiks­sam­bands­ins að halda mótið hér á landi, í Reykjavík nánar tiltekið, en nú hefur verið breytt um staðsetningu og mótið fært til Akureyrar. Norðanmenn fagna þessari ákvörðun en Skautafélag Akureyrar verður einmitt 80 ára í janúar og því má segja að afmælinu verði fagnað með því að hýsa HM norðan heiða.

Þær þjóðir sem munu senda lið sitt til Íslands eru Tyrk­land, Nýja-Sjá­land, Rúm­en­ía, Spánn og Mexí­kó. Síðasta heims­meist­ara­mót í 2. deild B var haldið á Spáni í fyrra, þar sem Ísland endaði í þriðja sæti. Þá vann Ísland Mexí­kó í víta­keppni og Ástr­al­íu af ör­yggi, en tapaði fyr­ir Slóven­íu, Spáni í víta­keppni og Belg­íu í fram­leng­ingu.

Jussi Sippon­en er landsliðsþjálf­ari kvenna í ís­hokkíi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert