Kom skemmtilega á óvart

Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. mbl.is/Golli

Kári Steinn Karlsson fagnaði sigri í maraþonhlaupi í fyrsta sinn á ferli sínum þegar hann kom fyrstur í mark í Montreal-maraþoninu sem þreytt var í Kanada í fyrradag. Kári Steinn hljóp vegalendina á 2:24,19 klukkustundum, en á sama degi fyrir fimm árum setti hann Íslandsmet í greininni, 2:17,12 klukkustundir, í Berlínarmaraþoninu í Þýskalandi.

„Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég tók þá stefnu í sumar þegar það gekk illa hjá mér í vor og ég náði ekki ólympíulágmarkinu að hafa gaman af þessu. Ég er búinn að æfa talsvert minna en áður og þetta hlaup átti svona að verða endapunkturinn á því. Frúin mín sem er að þjálfa skokkhóp var að hlaupa sitt fyrsta maraþon og ég fór út með skokkhópnum. Þetta var létt stemning og ég ætlaði mér ekkert stóra hluti. Ég ætlaði bara að láta mér líða vel í hlaupinu og njóta þess að hlaupa. Það má segja að ég hafi tekið þetta á léttleikanum en þegar ég sá að ég ætti möguleika á að vinna kom keppnisskapið,“ sagði Kári Steinn í samtali við Morgunblaðið.

Rætt er við Kára Stein í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert