Djokovic ekki með í Kína

Novak Djokovic í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins gegn Stan Wawrinka …
Novak Djokovic í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins gegn Stan Wawrinka fyrr í mánuðnum. AFP

Serbneski tennisspilarinn Novak Djokovic sem er efstur á styrkleikalista alþjóðatennissambandsins í tennis karla verður frá á næstunni vegna meiðsla í olnboga. Meiðslin verða til þess að Djokovic getur ekki þátt í China Open í næstu viku. 

Djokovic laut í lægra haldi í opna bandaríska meistaramótinu fyrr í mánuðnum, en þar varð hann fyrir meiðslum í olnboga sem hann hefur ekki náð að jafna sig á. Djokovic hefur sex sinnum unnið China Open, en verður að bíða í ár hið minnsta eftir sjöunda titlinum á því móti. 

„Mér þykir það afar leitt að geta ekki tekið þátt í China Open. Þau meiðsli sem ég varð fyrir í olnboganum eru enn að plaga mig. Ég er í stífri endurhæfingu og kemst vonandi aftur á völlinn sem fyrst,“ sagði Djokovic í samtali við fjölmiðla í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert