Már hirti sex met af Birki

Sundkappinn Már Gunnarsson.
Sundkappinn Már Gunnarsson. Ljósmynd/Keflavik.is

Tuttugu ára gömul Íslandsmet og rúmlega það féllu á Haustmóti Ármanns í sundi, fyrsta móti vetrarins. Már Gunnarsson úr ÍRB er greinilega í mikilli framför og setti sex Íslandsmet á mótinu í flokki S12 (flokkur blindra og sjónskertra).

Metin voru áður öll í eigu Birkis Rúnars Gunnarssonar sem margir íþróttaunnendur muna eftir enda mikill afreksmaður í lauginni á tíunda áratugnum. Metin sex sem Már sló voru öll sett af Birki á árunum 1994-1996 eftir því sem fram kemur hjá ÍRB.

Þegar greinarnar sem um ræðir eru skoðaðar þá er Már greinilega afskaplega fjölhæfur sundmaður. Hann tvíbætti metið í 50m flugsundi, en bætti einnig metin í 50m baksundi, 100m fjórsundi, 200m fjórsundi og 100m baksundi.

Már er ungur að árum, verður 17 ára í nóvember. Hann ætti því að eiga framtíðina fyrir sér í sundinu ef hann er þegar farinn að bæta met Birkis sem var í heimsklassa á sínum tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert