Hrafnhildur með á þremur heimsbikarmótum

Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir á þremur mótum í Asíu.
Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir á þremur mótum í Asíu. mbl.is/Árni Sæberg

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir verður í eldlínunni á þremur heimsbikarmótum í 25 metra laug í næsta mánuði. Hún keppir fyrst í Singapúr 21.-22 október, síðan í Tókíó í Japan 25.-26, og loks í Hong Kong lokahelgina í október. Hrafnhildur mun keppa í 50, 100 og 200 bringusundi á mótunum þremur.

Hrafnhildur stundar æfingar grimmt í Bandaríkunum um þessar mundir og hún verður þar af leiðandi ekki með í Bikarkeppni Sundsambands Íslands sem fram fer í Reykjanesbæ í kvöld og á morgun. Sundfélag Hafnarfjarðar, lið Hrafnhildar, á þar titla að verja bæði í kvenna- og karlaflokki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert