Fimleikafólk keppir á NEM í Þrándheimi

Irina Sazonova landsliðskona í fimleikum keppir á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum.
Irina Sazonova landsliðskona í fimleikum keppir á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum. mbl.is/Árni Sæberg

Hópur íslensks fimleikafólks er mættur til Þrándheims í Noregi þar sem það keppir á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum um helgina. Keppt er í liðakeppni, fjölþraut og á einstökum áhöldum.

Ísland er með fimm manna lið í kvennaflokki og þrjá einstaklinga í karlaflokki. Í dag verður keppt í liðakeppni og fjölþraut en á morgun verður keppt í úrslitum á einstökum áhöldum.

Á Írlandi í fyrra náði Ísland góðum árangri. Kvennalandsliðið lenti í 3. sæti í liðakeppninni auk þess sem Norma Dögg Róbertsdóttir vann keppni í stökki og Irina Sazonova vann keppni á tvíslá, og þrenn verðlaun til viðbótar fóru til Íslands. Irina er þó ekki með nú og Norma hefur skipt yfir í hópfimleika. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert