Góður árangur Hrafnhildar í Singapúr - sjötta í þremur greinum

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í 6. sæti í bæði 50 og 200 metra bringusundi á heimsbikarmóti í sundi í Singapúr í dag en synt er í 25 metra laug.

Hrafnhildur synti á 30,68 sekúndum í 50 bringusundi  í úrslitasundi í dag og varð í 6. sæti en Alia Atkinson frá Jamaíku vann það sund á 28,91 sekúndu. Hrafnhildur var aðeins einum hundraðshluta frá Íslandsmeti sínu sem er 30,67.

Hrafnhildur varð einnig í sjötta sæti í 200 metra bringusundi er hún synti á 2:27,19 mínútum. Hin bandaríska Breeja Larson vann það sund á 2:18,96 mínútum. Íslandsmet Hrafnhildar í þeirri grein er 2:22,69.

Hrafnhildur lenti þar með í 6. sæti í öllum greinum sínum á mótinu en í gær varð hún sjötta í 50 metra bringusundi. Afar góður árangur hjá Hrafnhildi en margir af hennar helstu keppinautum tóku þátt í mótinu.

Hrafnhildur mun keppa á tveimur öðrum heimsbikarmótum á árinu í 50, 100 og 200 metra bringusundi. Hún kepp­ir í Tókýó í Jap­an 25. til 26 októ­ber og í Hong Kong í lok októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert