Sjötti sigur Esju í röð

Það hefur gengið vel hjá Esjumönnum á þessu tímabili.
Það hefur gengið vel hjá Esjumönnum á þessu tímabili. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Snorri Sigurbjörnsson var hetja Esju er hann tryggði liðinu sigur á Skautafélagi Akureyrar í vítakeppni í dag í Hertz-deild karla í íshokkí en staðan eftir venjulegan leiktíma var 4:4. Leikið var fyrir norðan.

Mikko Salonen kom SA í 1:0 en Esjumenn svöruðu með þremur mörkum í, tveimur í 1. leikhluta frá Matthíasi Sigurðarsyni og Birni Sigurðarsyni og í þriðja leikhluta bætti Róbert Pálsson við því þriðja, 3:1.

Heimamenn gáfust hins vegar ekki upp og jöfnðu metin í 3:3 með mörkum frá Sigurði Sigurðarsyni og Jóhanni Leifssyni. Andri Sverrisson kom Esju á ný yfirundir lok þriðja leikhluta en Jussi Sipponen jafnaði metin og kom leiknum í framlengingu sem síðan þurfti að fara í vítakeppni.

Esja hefur þar með enn unnið alla sex leiki sína og er með 16 stig af 18 mögulegum í 1. sæti en liðið fékk tvö stig fyrir sigurinn í dag þar sem jafnt var eftir venjulegan leiktíma. SA hefur fimm stig í 3. sæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert