Góður árangur á NM í skylmingum

Gunnar Egill Ágústsson var hluti af Íslenska liðinu sem fékk …
Gunnar Egill Ágústsson var hluti af Íslenska liðinu sem fékk silfur í liðakeppni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seinni dagur Opna Norðurlandamótsins í skylmingum fór fram í dag og Íslendignar stóðu sig vel. Alls unnu íslensku keppendurnir sjö gull, tvö silfur og fjögur brons.

Dagurinn byrjaði á keppni U-15 drengja, en þar varð Franklín Ernir Kristjánsson Norðurlandameistari. Andri Mateev og Freyja Sif Stefnisdóttir urðu síðan Norðurlandameistarar í U-17 og U-20 flokkunum. Anna Margrét Ólafsdóttir hreppti brons í U-20 flokknum.

Ragnar Ingi Sigurðsson varð Norðurlandameistari í veteran flokkinum (40 ára og eldri) og Guðjón Ingi Gestsson og Ólafur Bjarnason nældu sér í bronsið í þeim flokki. 

Í U-11 varð Alexander Viðar Norðurlandameistari, en hann sigraði félaga sinn Róbert Ólafsson og í þriðja sæti varð Jón Björnsson.

Íslenska liðið fékk svo silfur í liðakeppni, í liði Íslands voru þeir Ragnar Ingi Sigurðsson, Gunnar Egill Ágústsson, Andri Mateev og Guðjón Ingi Gestsson.

Árangur Íslendinga um helgina var glæsilegur, en en alls unnu íslensku keppendurnir ellefu gull, fjögur silfur og tíu brons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert