Heppinn að vera á lífi

Julius Yego fagnar sigri á frjálsíþróttavellinum.
Julius Yego fagnar sigri á frjálsíþróttavellinum. AFP

Keníamaðurinn Julius Yego, heimsmeistari í spjótkasti og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar, segist vera heppinn að vera á lífi eftir umferðarslys.

Yego var á leið til síns heima á nýrri bifreið sinni þegar hann lenti í árekstri við flutningabíl á þjóðvegi í Nairobi á sunnudagskvöldið.

„Ökumaðurinn á flutningabílnum tók óvænta u-beygju á miðjum veginum og það var ekki mögulegt fyrir mig að forðast hann. Ég er heppinn að vera á lífi,“ sagði Yego við fréttamenn. Hann slapp án alvarlegra meiðsla en var látinn eyða nóttinni á sjúkrahúsi til öryggis. Yego, sem er 27 ára gamall, varð fyrsti Keníamaðurinn, fyrir utan hlaupara, til að vinna stórmót þegar hann varð heimsmeistari í Peking á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert