Látinn lyfjasvindlari heldur verðlaunum

Dutt og Kudukhov með verðlaunapeningana í London fyrir fjórum árum.
Dutt og Kudukhov með verðlaunapeningana í London fyrir fjórum árum. Skjáskot/twitter

Rússneskur glímukappi sem lést í bílslysi verður ekki sviptur ólympíuverðlaunum þrátt fyrir að ólöglegir sterar hafi greinst í lyfjaprófi sem hann fór í eftir að hann vann til verðlaunanna.

Besik Kudukhov, sem vann til silfurverðlauna í 60 kg flokki á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lést ári síðar.

Upp komst um lyfjamisnotkunina þegar Alþjóða lyfjaeftirlitið skannaði aftur sýni frá leikunum fyrr á árinu.

Talsmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, sagði að „málinu væru lokið og ekkert hefði verið gert“.

Indverski glímukappinn Yogeshwar Dutt, sem hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í London, tjáði sig í ágúst um málið á Twitter. „Hann verður að halda verðlaunapeningnum ef það er mögulegt. Fjölskylda hans mun þar með halda heiðrinum. Fyrir mér er manngæska ofar öllu öðru,“ sagði Dutt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert