Berst McGregor á heimavelli Madrídinga?

Conor McGregor er spenntur fyrir Madríd.
Conor McGregor er spenntur fyrir Madríd. AFP

Írski bardagakappinn Conor McGregor gæti barist á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd á næsta ári, en írskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

McGregor er skærasta stjarnan í UFC-deildinni í MMA-bardagalistum, en hann er núverandi heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann berst þá við Eddie Alvarez um beltið í léttvigt í næsta mánuði í New York í Bandaríkjunum.

Dana White, forseti UFC-deildarinnar, hefur verið að halda bardagakvöld UFC um alla Evrópu undanfarið, í borgum á borð við Amsterdam, Stokkhólm og Manchester. Nú virðist Madríd vera næst á dagskrá.

Samkvæmt írskum fjölmiðlum mun McGregor berjast á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd, heimavelli spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid. Bernabeu tekur 80 þúsund manns í sæti og má því búast við að sjá marga frábæra bardaga á kvöldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert