Langfjölmennasta lyftingamótið

Lilja Lind Helgadóttir er líkleg til afreka í Strandgötu um …
Lilja Lind Helgadóttir er líkleg til afreka í Strandgötu um helgina, líkt og fleiri íslenskir keppendur. Ljósmynd/Lyftingasamband Íslands

Norðurlandamót unglinga í ólympískum lyftingum verður haldið hér á landi um helgina, nánar tiltekið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið verður það langfjölmennasta sem haldið hefur verið hér á landi í ólympískum lyftingum.

Alls er von á 60 erlendum keppendum til landsins vegna mótsins og verða Íslendingarnir 22. Búist er við góðum árangri hjá íslenska hópnum eins og á undanförnum mótum.

Freyja Mist Ólafsdóttir, sem varð Norðurlandameistari fullorðinna í -75 kg flokki, í Finnlandi fyrr í þessum mánuði, gæti gert atlögu að Norðurlandametum. Hún setti Norðurlandamet unglinga 20 ára og yngri í snörun í Finnlandi, og var nálægt metinu í jafnhendingu. Hún á Norðurlandameistaratitla frá síðustu tveimur unglingamótum, líkt og Lilja Lind Helgadóttir sem einnig keppir í Strandgötu.

Einar Ingi Jónsson og Guðmundur Högni Hilmarsson, sem urðu Norðurlandameistarar í fyrra, verða einnig á meðal keppenda.

Keppni hefst á morgun kl. 9 og stendur yfir til kl. 18, og á sunnudaginn er einnig keppt á milli 9 og 18. Aðgangur er ókeypis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert