Eyþóra efst og þýskur meistari

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á Ólympíuleikunum í Ríó.
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á Ólympíuleikunum í Ríó. AFP

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir varð um helgina þýskur meistari í áhaldafimleikum með liði Stuttgart. Þetta var fimmta árið í röð sem Stuttgart landar titlinum en félagið fékk Eyþóru í sínar raðir rétt fyrir mót vegna meiðsla í liðinu.

Óhætt er að segja að Eyþóra hafi staðist væntingar en hún fékk hæstu heildareinkunn allra, fyrir framan 3.000 áhorfendur í Ludwigsburg. Eyþóra fékk 54,95 í heildareinkunn og var einnig með flest stig í gólfæfingum (14,10). Næsti keppandi fékk 53 í einkunn.

Eyþóra, sem er 18 ára, á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún varð í 7. sæti með hollenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó og hafnaði í 9. sæti í fjölþraut. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert