Íslandsmet og Hrafnhildur áfram

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.

Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í dag í undanúrslit í 100 metra bringusundi á nýju Íslandsmeti á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Windsor í Kanada.

Hrafnhildur hafnaði í 14. sæti í undanrásunum og synti á 1:06,06 mínútu en fyrra met hennar frá síðasta ári var 1:06,12 mínútur. 

Hún syndir í undanúrslitunum um eittleytið í nótt. Lilly King frá Bandaríkjunum náði bestum tíma í undanrásunum, 1:04,05 mínútu. Átta efstu í undanúrslitunum í nótt komast í úrslitasundið annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert