Aldís og Magnús sigurvegarar

Verðlaunahafarnir í kvennaflokki.
Verðlaunahafarnir í kvennaflokki.

Aldís Rún Lárusdóttir, KR, og Magnús Gauti Úlfarsson, BH, sigruðu í opnum flokki á Grand Prix-móti KR og Keldunnar í borðtennis sem fram fór í íþróttahúsi Hagaskóla í gær.

Leikmenn borðtennisdeildar BH áttu góðu gengi að fagna í karlaflokki og áttu þrjá af fjórum leikmönnum í undanúrslitum. Magnús Gauti Úlfarsson sigraði Birgi Ívarsson 4:0 í öðrum undanúrslitunum og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson lagði Sindra Þór Sigurðsson, Víkingi, 4:2 í hinum undanúrslitaleiknum. Magnús Gauti vann svo Jóhannes 4:2 (11:13, 11:8, 11:4, 10:12, 11:8, 11:9) í úrslitaleiknum.

Aldís Rún Lárusdóttir, KR, sigraði örugglega í opnum flokki kvenna og tapaði ekki lotu á mótinu. Hún vann Stellu Karen Kristjánsdóttur, Víkingi, 4:0 í undanúrslitum. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR, sigraði Þórunni Ástu Árnadóttur, Víkingi, 4:0 í hinum undanúrslitaleiknum. Aldís sigraði Auði 4:0 (13:11, 11:3, 11:9, 11:4) í úrslitunum.

Ellert Kristján Georgsson, KR, vann Karl A. Claesson, KR, 11:9 í oddalotu í úrslitaleiknum í B-keppni karla.

Í B-keppni kvenna sigraði Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR, Þuríði Þöll Bjarnadóttur, KR, 4:0 í úrslitaleik.

Verðlaunahafar:

Opinn flokkur karla

  1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
  2. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, BH

3.-4. Birgir Ívarsson, BH

3.-4. Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi

Opinn flokkur kvenna

  1. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
  2. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

3.-4. Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi

B-keppni karla

  1. Ellert Kristján Georgsson, KR

B-keppni kvenna

  1. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
Verðlaunahafarnir í karlaflokki.
Verðlaunahafarnir í karlaflokki.
Sigurvegarar í B-keppni.
Sigurvegarar í B-keppni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert