Silfurhlaupið hjá Anítu (myndskeið)

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Eins og mbl.is greindi frá vann Aníta Hinriksdóttir til silfurverðlauna í 800 metra hlaupi á sterku móti í Torun í Póllandi í kvöld.

Tími Anítu var jafn gamla Íslandsmeti hennar í greininni, 2:01,56 mínútur, en hún bætti það met á Reykjavíkurleikunum um síðustu helgi. Hlaupið hennar í kvöld er því hennar hraðasta á erlendri grundu innanhúss.

Hin pólska Joanna Jozwik sigraði í kvöld á tímanum 1:59,29 mínútum og setti landsmet, en hlaupið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert