„Mér leið eins og glæpamanni“

Yorke lék með Aston Villa og Manchester United í ensku …
Yorke lék með Aston Villa og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Dwight Yorke, knattspyrnumaður frá Trínidad og Tóbagó, og fyrrverandi sóknarmaður Manchester United og Aston Villa, segir að sér hafi liðið eins og glæpamanni þegar honum var meinað að fara til Bandaríkjanna á föstudaginn.

Yorke segir að ástæðan sé sú að hann er með íranskan stimpil í vegabréfinu sínu eftir að hafa tekið þátt í sýningarleik þar í landi fyrir tveimur árum.

„Ég trúði þessu ekki. Ég veit ekki hversu oft ég hef komið til Bandaríkjanna. Ég elska landið en samt var mér látið líða eins og glæpamanni,“ sagði Yorke.

„Ég hafði keypt miðann og var í þann mund að fara að koma mér í flugvélina þegar öryggisverðir stöðvuðu mig. Þeir sögðu mér að ég yrði stöðvaður vegna þess að það var stimpill frá Íran í vegabréfinu mínu. Þá fór ég til landsins í einn dag og gisti ekki einu sinni,“ bætti Yorke við.

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert