Schumacher yngri fær bílpróf

Mick Schumacher.
Mick Schumacher. AFP

Mick Schumacher, sonur fyrrverandi heimsmeistarans í Formúlu-1 kappakstri Michael Schumacher, verður 18 ára á miðvikudag og getur þá fengið bílpróf. Hann hefur þó keppt í Formúlu-4 kappakstri.

Michael Schumacher er í enduræfingu á heimili fjölskyldunnar skammt frá Genf í Sviss en hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl þegar hann hann féll í brekk­um frönsku Alp­anna í lok árs 2013.

„Ég get ekki beðið eftir því að fá ökuskírteini,“ sagði Mick í samtali við þýska blaðið Bild og bætti við að það yrði gaman að keyra annars staðar en á keppnisbrautum. 

Mick hafnaði í fjórða sæti á síðasta keppnistímabili í Formúlu-4 og fróðir menn telja fullvíst að hann eigi glæstan feril fyrir höndum sem ökumaður í Formúlu-1.

Hann mun skipta yfir í Formúlu-3 í næsta mánuði og segir það eðlilegt skref á sínum ferli. „Keppnistímabilið verður spennandi og skemmtilegt og Formúla-3 er rökrétt skref fyrir mig,“ sagði Mick Schumacher. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert