Eyþór bestur á gólfi

Eyþór Örn Baldursson.
Eyþór Örn Baldursson. mbl/Ómar

Eyþór Örn Baldursson úr Gerplu reið á vaðið í keppni á einstökum áhöldum á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í dag. Hann hlaut 12.950 stig.

Annar í æfingum á gólfi varð Jón Sigurður Gunnarsson með 12.400 stig.

Karlarnir héldu síðan á bogahestinn og þar sigraði Arnþór Daði Jónsson úr Gerplu með 12.650 stig og hafði nokkra yfirburði. Annar varð Stefán Ingvarsson úr Björk með 11.400 stig og þriðji meistarinn í fjölþraut frá því í gær, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu með 11.050. Æfingar hans voru flottar en hann gerði mistök og varð að byrja á nýjan leik og þá tókst þetta allt hjá honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert