Víðavangshlaup ÍR í 102. skipti

Víðavangshlaup ÍR.
Víðavangshlaup ÍR. Eggert Jóhannesson

Á sumardaginn fyrsta fer Víðvangshlaup ÍR fram í miðbæ Reykjavíkur og gefst þá tækifæri til þess að spretta úr spori á einstakri hlaupaleið sem hæfir ungum sem öldnum, skemmtiskokkurum sem og keppnishlaupurum. Víðavangshlaup ÍR hefur verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta í eina öld.

Víðavangshlaup ÍR er eitt fjölmennasta 5 km götuhlaup sem haldið er hér á landi, en samhliða hinum aldarlanga viðburði fer Grunnskólahlaup ÍR fram í annað sinn og 2,7 km skemmtiskokk. Skemmtiskokkshluti Víðavangshlaups ÍR er til þess fallið að koma til móts við foreldra og börn sem vilja gera sér glaðan dag á fyrsta degi sumars og hlaupa saman um miðbæ Reykjavíkur en eru ekki alveg tilbúin í 5 km vegalengdina ennþá

Hlaupið er um miðbæinn sem hefur skapað góða stemmingu meðal hlaupara og vegfarenda. Auðvelt er að fylgjast með hlaupurunum alla leiðina en markið er við Hitt húsið á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Víðavangshlaup ÍR er einnig Íslandsmótið í 5 km götuhlaupi og fyrsta hlaup sumarsins í Powerade-hlauparöðinni. Það þýðir að flestir af bestu hlaupurum landsins láta sig ekki vanta í hlaupið og verður efalaust hart barist um hvert sæti og sekúndu.

Dagskráin hefst með upphitun þátttakenda við Hitt Húsið við hressandi tónlist kl. 11:15. Allir hlauparar fá Powerade-drykk þegar í mark er komið en hlaupið er hluti af Powerade-sumarmótaröðinni. Upplagt er að enda daginn á sundferð, en ÍTR býður öllum þátttakendum í sund að loknu hlaupi. Fjöldi útdráttarverðlauna og mikil stemning og stuð í bænum.

Allar upplýsingar um skráningu og dagskrá er að finna á heimasíðu hlaupsins og á Facebook síðu hlaupsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert