Irina nálægt úrslitunum á EM

Tinna Óðinsdóttir, Irina Sazonova og Agnes Suto voru allar í …
Tinna Óðinsdóttir, Irina Sazonova og Agnes Suto voru allar í eldlínunni á EM í dag. mbl.is/Golli

Irina Sazonova var næst því að komast í úrslit af íslensku keppendunum á Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum í Cluj í Rúmeníu í dag.

Irina hlaut alls 48.599 stig. Fyrir stökk fékk hún 13.300 stig, 11.633 stig á tvíslá, 11.700 stig á jafnvægisslá og á gólfi fékk hún 11.966 stig í einkunn. Hún hafnaði samanlagt í 39. sæti af 75 keppendum.

Dominiqua Belanyi lenti í 41. sæti með alls 48.332 stig samanlagt. Hún fékk 12.766 stig fyrir stökk, 11.833 fyrir tvíslá, 11.933 fyrir jafnvægisslá og 12.133 fyrir gólfæfingar. Þær tvær kepptu í lokahópi dagsins fyrir troðfullu húsi í mikilli stemningu.

Fyrr í dag kepptu þær Agnes Suto og Tinna Óðinsdóttir. Agnes fékk 13.000 stig fyrir stökk, 11.333 fyrir tvíslá, 11.833 fyrir jafnvægisslá og 11.800 fyrir gólfæfingar. Samtals fékk hún 47.966 stig í einkunn og hafnaði í 46. sæti.

Tinna hafnaði í 64. sæti með samtals 44.431 stig. Fyrir stökk fékk hún 12.066 stig, 10.766 stig fyrir tvíslá, 10.266 stig fyrir jafnvægisslá og 11.333 stig fyrir gólfæfingar.

„Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega og voru sjálfum sér og landinu til sóma,“ segir á Facebook-síðu Fimleikasambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert