Í bann vegna ummæla og framkomu

Ilie Nastase.
Ilie Nastase. AFP

Ilie Nastase, yfirþjálfari rúmenska landsliðsins í tennis og stjarna í íþróttinni á árum áður, var í dag úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins vegna framkomu sinnar fyrir leik gegn Bretum og í leiknum sjálfum í Fed-bikarnum í Constanta í Rúmeníu.

Nastase lét fyrst falla óviðeigandi orð um Serenu Williams og ófætt barn hennar á blaðamannafundi og í gær var breska tenniskonan Johanna Konta miður sín eftir ummæli Rúmenans í hennar garð þegar þjóðirnar mættust.

Mál Nastase verður rannsakað frekar og Alþjóðatennissambandið mun ekki ræða það frekar fyrr en að þeirri rannsókn lokinni.

Ömurleg ummæli um óléttu Serenu Williams.

Kallaði andstæðinga sínar helvítis tíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert