Hafþór spilaði fullkominn leik

Hafþór Harðarson lék fullkominn leik í dag.
Hafþór Harðarson lék fullkominn leik í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
<span>Hafþór Harðarson, keiluspilari úr ÍR, jafnaði enn og aftur Íslandsmetið í einum leik í keilu með því að ná 300 pinnum eða 12 fellum í röð. Leiknum náði hann á Meistaramóti ÍR sem fram fór í Keiluhöllinni í Egilshöll nú í morgun.<br/><br/></span><span>Þetta er í níunda sinn sem Hafþór nær þessum árangri og hefur hann oftast Íslendinga náð fullkomnum leik í keppni. Auk þess lék Hafþór 290 leik í undanúrslitum mótsins en því náði hann með því að taka feykju í fyrsta ramma og síðan felldi Hafþór út leikinn. Hafþór var með 258 pinna í meðaltal á mótinu í dag.<br/><br/></span><span>Önnur úrslit urðu þau að Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir ÍR sigraði kvennaflokkinn og Alexander Halldórsson ÍR sigraði í forgjafarflokknum. Nánar má lesa um úrslit dagsins á vefsíðunni <a href="https://cas.mbl.is/owa/redir.aspx?C=I9GlmdlEykG1U6q6n-UHJmKthXQnpdQIsVDKJtRSHjllb6YFvUAjvYKhpDbAiBRQDi4KFcoItbg.&amp;URL=http%3a%2f%2fwww.ir.is%2fkeila" target="_blank">www.ir.is/keila</a>.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert