Hilmar Örn keppir á háskólameistaramótinu

Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari slær ekki slöku við.
Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari slær ekki slöku við. mbl.is/Árni Sæberg

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson slær ekki slöku við um þessar mundir. Hann tryggði sér í gær keppnisrétt á bandaríska háskólameistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram Eugene í Oregon dagana 7.-10. júní nk.

Hilmar Örn náði takmarkinu þegar hann kastaði sleggjunni, sem er 7,26 kg, 70,60 metra á svæðismeistaramóti háskóla í Lexington. Þetta er hans lengsta kast á keppnistímabilinu. Hilmar Örn hafnaði í öðru sæti í keppninni í Lexington og var aðeins nokkrum sentímerum á eftir sigurvegaranum.

Á háskólameistaramóti bandaríkjanna, NCAA, koma saman fremstu frjálsíþróttamenn allra háskóla í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert