Fjörður meistari tíunda árið í röð

Sigurlið Fjarðarins með bikarinn.
Sigurlið Fjarðarins með bikarinn. Ljósmynd/ifsport.is

Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Kópavogslaug í gær þar sem Íþróttafélagið Fjörður frá Hafnarfirði vann bikarinn tíunda árið í röð. Um var að ræða gríðarlega spennandi keppni þar sem aðeins 137 stig skildu að Fjörð og silfurlið ÍFR.

Nes hafnaði í 3. sæti með 5.121 stig og þá var Ösp í fjórða sæti með 2.302 stig. Tvö Íslandsmet féllu á mótinu en það fyrra setti Már Gunnarsson frá Nesi í 200 metra skriðsundi í flokki S12 er hann kom í mark á 2:20,74 mín. Hjörtur Már Ingvarsson frá Firði setti hitt Íslandsmetið er hann synti 50 metra baksund á 47,55 sek. í flokki S6.

Lokastaða mótsins
Íþróttafélagið Fjörður - 12.094 stig
ÍFR - 11.957 stig
Nes - 5.121 stig
Ösp - 2.302 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert