Kristófer og Margrét komust í 8-liða

Margrét Jóhannsdóttir var á flugi í dag.
Margrét Jóhannsdóttir var á flugi í dag. mbl.is/Golli

Í dag léku Kristófer Darri Finns­son og Margrét í sextán liða úrslitum í tvenndarleik á Alþjóðlega litháenska mótinu í badminton. Þau mættu Mark Sames og Vytaute Fomkinaite frá Litháen og unnu 21:14 og 21:13. Þau léku því næst í átta liða úrslitum gegn Sören Toft og Lisa Kramer frá Danmörku. Leikurinn var mjög spennandi, sér í lagi oddalotan sem endaði með því að Kristófer og Margrét töpuðu 21:13, 18:21 og 25:27.

Davíð Bjarni og Arna Karen léku líka hörkuleik í morgun í tvenndarleik gegn Manuel Manca og Jennifer Kobelt frá Sviss. Davíð og Arna þurftu að játa sig sigruð eftir oddalotu sem endaði 17:21, 21:14 og 12:21.

Margrét lék einnig í einliðaleik í dag. Hún vann ísraelsku stúlkuna Dana Danilenko 21:16 og 21:17. Hún tapaði svo í átta manna úrslitum fyrir Anne Hald frá Danmörku 9:21 og 13:21.

Margrét og Sigríður léku svo tvíliðaleik gegn Anastasiya Prozorova og Valeriya Rudakova frá Úkraínu sem slógu okkar stúlkur úr keppni 21:11 og 21:16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert