„Kemur okkur á kortið“

Esja varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor, þremur árum …
Esja varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í vor, þremur árum eftir stofnun félagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ungmennafélagið Esja verður á næsta tímabili fyrsta íslenska félagsliðið sem tekur þátt í Evrópukeppni í íshokkí. Um er að ræða Evrópukeppni félagsliða, Continental Cup, en þátttaka Esju er ekki síður merkileg fyrir þær sakir að félagið var stofnað fyrir þremur árum og vann fyrstu deildar- og Íslandsmeistaratitla sína í ár.

Leikin er riðlakeppni og Esja kemur inn í fyrstu umferðinni. Riðillinn er leikinn í heild sinni í Belgrad og ásamt Esju eru liðin Rauða stjarnan frá Serbíu, Zeytinburnu frá Tyrklandi og Irbis-Skate frá Búlgaríu. Allt eru þetta landsmeistarar þjóða sinna fyrir utan Rauðu stjörnuna, sem fékk silfur í Serbíu.

„Þetta kemur okkur á kortið og það er rosalega flott fyrir íslenska leikmenn að fá að sýna sig þarna. Þá eru kannski einhverjir sem verða að skoða þá, svo þetta er rosalega spennandi,“ sagði Gunnlaugur Thoroddsen, þjálfari Esju, í samtali við Morgunblaðið. En var mikið mál fyrir Esju að fá þátttökurétt?

„Maður hefur vitað af þessum möguleika í þó nokkur ár en verður ekkert Íslandsmeistari á hverjum degi. Eftir að okkur tókst það núna ákváðum við að sækja um, nánast um leið og við vorum orðnir meistarar. Það var mun minna mál en við héldum,“ sagði Gunnlaugur.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert