Nú er allt þess virði

Fjóla Rut Svavarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttur og …
Fjóla Rut Svavarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttur og Berglind Gígja Jónsdóttir eftir verðlaunaafhendinguna í Lúxemborg.

„Sigurinn er sætur og er uppskera langrar vinnutarnar sem staðið hefur sleitulaust yfir síðan í byrjun maí,“ sagði Fjóla Rut Svavarsdóttir, landsliðskona í blaki, en hún var ein þeirra sem skipuðu íslenska landsliðið sem vann Evrópumót smáþjóða sem fram fór í Lúxemborg um nýliðna helgi.

„Frá því að formlegar æfingar fyrir þessa törn hófust í byrjun maí þá höfum við sem skipum landsliðið æft í þrjá klukkutíma nánast hvern einasta dag. Ég varð að biðja þá sem næst mér standa að gefast ekki upp á mér alveg strax,“ sagði Fjóla Rut létt í bragði. Alls hefur landsliðið leikið 19 leiki, að meðtöldum æfingaleikju, síðasta rúma mánuðinn á þremur mótum, undankeppni HM, Smáþjóðaleikum og í lokakeppni Evrópumóts smáþjóða. Til viðbótar fór landsliðið saman til Ítalíu um páskana í nærri viku æfinga- og keppnisferð.

Ítarlega er rætt við Fjólu Rut í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert