Þráinn Orri á leið í Meistaradeildina

Þráinn Orri Jónsson.
Þráinn Orri Jónsson. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson leikur ekki með Gróttu á næsta keppnistímabili. Þráinn staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og jafnframt að hann myndi ganga til liðs við eitt af betri liðum á Norðurlöndunum. „Meira get ekki sagt en væntanlega verður það opinberað í næstu viku,“ sagði Þráinn Orri.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gengur Þráinn Orri til liðs við lið sem leikur í Meistaradeildinni í Evrópu á næsta keppnistímabili. Úr því að um Norðurlöndin er að ræða koma aðeins fjögur til greina: dönsku liðin Aalborg og Skjern, Elverum í Noregi og Kristinstad í Svíþjóð.

Brottför Þráins Orra er enn eitt skakkafallið fyrir Gróttuliðið. Seltirningar hafa þegar mátt sjá á bak Aroni Degi Pálssyni, báðum markvörðunum, Lárusi Helga Ólafssyni og Lárusi Gunnarssyni.

Þráinn Orri var einn besti leikmaður Gróttu á síðasta keppnistímabili, jafnt í vörn sem sókn, og var m.a. valinn í æfingahóp landsliðsins. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert