Gunnar náði vigt í morgun

Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow annað kvöld.
Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow annað kvöld. Mynd/UFC

Bardagakappinn Gunnar Nelson steig á vigtina í morgun í Glasgow, en hann mun mæta Santiago Ponzinibbio annað kvöld. Gunnar steig á vigtina kl 9:21 og var 170 pund eða 77 kíló. Ponzinibbio steig á vigtina um 20 mínútum síðar og var 171 pund, en hann mátti ekki vera grammi þyngri. Þetta kemur fram hjá MMA fréttum.

Kapparnir eru í flokki veltivigttar, þar sem hámarksþyngd er 170 pund en skekkjumörkin eru eitt pund. Andstæðingarnir munu svo stíga aftur á vigtina síðar í dag, þá fyrir framan áhorfendur og munu þá jafnframt mætast í síðasta skipti fyrir bardagann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert