Íhuga að kæra bardaga Gunnars

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Ljósmynd/UFC

Bardagamaðurinn Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis og Haraldur Dean Nelson, pabbi Gunnars ætla að hittast í dag og ræða hvort þeir ætli að kæra bardaga Gunnars Nelson gegn Santiago Ponzinibbio í blönduðum bardagaíþróttum sem fram fór í Glassgow um helgina.

þetta kemur fram á DV.is í dag. Argentínumaðurinn potaði oftar en einu sinni í augu Gunnars í bardaganum, en það er stranglega bannað í íþróttinni. 

Ponzinibbio sló Gunnar niður með föstu höggi eftir að hafa potað í augað á honum og í kjölfarið náði hann fleiri höggum á okkar mann með þeim afleiðingum að bardaginn var stöðvaður. 

Gunnar kvartaði yfir poti í auga eftir bardagann og myndir og myndskeið sanna mál kappans. „Við ætlum ekki að hafa lágt um þetta. Þetta var óheiðarlegt og á ekki að sjást."

Hér að neðan má sjá myndskeið af vafasömum töktum Ponizinibbio.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert