Ari Bragi fyrstur í mark í München

Ari Bragi Kárason.
Ari Bragi Kárason. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Íslandsmethafinn Ari Bragi Kárason kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi á móti í München í Þýskalandi í dag. Hann hljóp á tímanum 10,73 sekúndur en Íslandsmet hans í greininni er 10,51 sekúnda. 

Ari náði svo öðru sæti í 200 metra hlaupi er hann hljóp á 21,75 sekúndum. Þjóðverjinn Alexander Gladitz kom fyrstur í mark á 21,36 sekúndum. 

FH-ingurinn hafnaði í 1. sæti í 200 metra hlaupi og 2. sæti í 100 metra hlaupi á Meist­ara­móti Íslands fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert