Júlían lauk ekki keppni

Júlían J.K. Jóhannsson.
Júlían J.K. Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Júlían J.K. Jóhannsson náði ekki að ljúka keppni í kraftlyftingunum á Heimsleikunum í Wroclaw í Póllandi í dag.

Júlían keppti við nokkra af sterkustu mönnum heims í greininni í +120 kg flokki. Hann náði ekki  gildri lyftu í hnébeygjunni og var þar með úr leik, en lyfti 295 kg í bekkpressu og 350 kg í réttstöðulyftu.

Af tíu keppendum var Júlían með fimmta besta árangurinn í bekkpressu og fjórða besta í réttstöðulyftu.

Sigurvegari varð Oleksii Rokochiy frá Úkraínu sem fékk samtals 632,5 stig og lyfti samtals 1.105 kílóum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert