Ari Bragi undir Íslandsmeti

Ari Bragi Kárason hljóp undir Íslandsmeti í dag.
Ari Bragi Kárason hljóp undir Íslandsmeti í dag. Kristinn Magnússon

Spretthlauparinn Ari Bragi Kárason úr FH kom fyrstur í mark í 100 metra hlaupi í Bikarkeppni FRÍ í Kaplakrika í dag. Hann hljóp á tímanum 10,49 sekúndur sem er 0,2 sekúndum undir Íslandmetinu sem hann setti fyrr í sumar. Meðvindur var hins vegar yfir löglegum mörkum og fær hann því ekki skráð Íslandsmet. 

Guðmundur Ágúst Thoroddsen úr Fjölni/Aftureldingu var í öðru sæti á 10,85 sekúndum og Björgvin Brynjarsson úr Breiðabliki varð þriðji á 10,87 sekúndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert