Mo Farah tók fyrsta gullið á HM

Mo Farah kemur fyrstur í mark í kvöld.
Mo Farah kemur fyrstur í mark í kvöld. AFP

Langhlauparinn Mo Farah vann fyrstu gullverðlaunin á HM í frjálsum íþróttum í London í kvöld. Bretinn kom þá fyrstur í mark í 10 km hlaupi á nýju heimsmeistaramóts meti, 26:49,51 mínútum. 

Joshua Cheptegei frá Úganda varð annar á 26:49,94 mínútu og Paul Tanui frá Kenía hafnaði í þriðja sæti á 26:50,60. 

Farah keppir næst í 5 km hlaupi, næstkomandi miðvikudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert