Aníta komst ekki í undanúrslit

Aníta Hinriksdóttir (fyrir miðju) er úr leik á HM í …
Aníta Hinriksdóttir (fyrir miðju) er úr leik á HM í London. AFP

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir er úr leik í 800 metra hlaupi á HM í London. Aníta hljóp á 2:03,45 mínútum í undanrásunum í kvöld, sem er rúmum þremur sekúndum frá hennar besta tíma og komst hún ekki í undanúrslit.

Aníta hafnaði í fjórða sæti í sínum riðli, en efstu þrjú sætin í hverjum riðli fóru áfram í undanúrslitin. Charlene Lipsey frá Bandaríkjunum, Hedda Hynne frá Noregi og Docus Ajok frá Úganda enduðu í þremur efstu sætunum. Aníta var 0,47 sekúndum frá þriðja sætinu. 

Aníta hafnaði í 37. sæti af 45 keppendum. Francine Niyinsaba frá Búrúndí var fljótust í undanrásunum á 1:59,86 mínútu, Habitam Alemu frá Eþíópíu kom þar á eftir á 2:00,07 mínútum og Selina Büchel frá Sviss var með þriðja besta tímann, 2:00,23 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert