Guliyev tók gullið í 200 metra hlaupi

Ramil Guliyev var tilfinningaríkur í lok hlaups.
Ramil Guliyev var tilfinningaríkur í lok hlaups. AFP

Tyrkinn Ramil Guliyev kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í London í kvöld. Hann kom í mark á 20,09 sekúndum. 

Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku varð annar og Jereem Richard frá Trínidad og Tóbagó varð þriðji. 

Kori Carter frá Bandaríkjunum er heimsmeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna. Hún kom í mark á 53,07 sekúndum. Landa hennar, Dalilah Muhammad varð önnur á 53,50 sekúndum og Ristananna Tracey frá Jamaíka varð þriðja á 53,74 sekúndum. 

Í þrístökki var það Ólympíumeistarinn Christian Taylor sem stökk lengst, 17,68 metra, en hann er frá Bandaríkjunum, eins og Will Claye sem var annar með stökk upp á 17,63 metra. Nelson Évora frá Portúgal kom þar á eftir með 17,19 metra. 

Kori Carter fagnar sigri í 400 metra grindahlaupi.
Kori Carter fagnar sigri í 400 metra grindahlaupi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert