McGregor ætlar að jarða Mayweather

Floyd Mayweather og Conor McGregor.
Floyd Mayweather og Conor McGregor. AFP

Það styttist í einn stærsta bardaga síðustu ára, en þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather munu mætast í boxbardaga í Las Vegas hinn 26. ágúst næstkomandi. Írinn McGregor er sem fyrr með stórar yfirlýsingar.

Búið er að samþykkja að nota minni boxhanska en jafnan er gert í Nevadaríki og McGregor segir að eftir það sé ekki nokkur spurning hvernig slagurinn muni fara.

„Ég trúi ekki að með þessum hönskum muni hann komast heill frá annarri lotu. Ég er tilbúinn að fara í slag í 12 lotur, en einnig tilbúinn að jarða hann á nokkrum sekúndum. Hluti af mér vill sýna takta og fara hart í hann en ég sé ekki fyrir mér að hann geti tekið höggin,“ sagði McGregor.

Maywe­at­her er heims­meist­ari í fimm þyngd­ar­flokk­um í hne­fa­leik­um en McGreg­or hef­ur orðið meist­ari í tveim­ur þyngd­ar­flokk­um í blönduðum bar­dagalist­um hjá UFC-sam­tök­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert