ÍR-ingar hrepptu 30 gull

ÍR-ingar fögnuðu að mótinu loknu.
ÍR-ingar fögnuðu að mótinu loknu. Ljósmynd/Heimasíða ÍR

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 15-22 ára fór fram um helgina á Laugardalsvelli. Rúmlega 230 keppendur voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðs vegar að af landinu. Lið ÍR vann heildarstigakeppnina með yfirburðum, en þetta er 14. árið í röð sem Breiðhyltingar bera sigur úr bítum.

ÍR hlaut 469,5 stig auk 15 Íslandsmeistaratitla, en í heildina hrepptu keppendur ÍR 30 gull, 23 silfur og 18 bronsverðlaun. HSK/Selfoss var næst með 359,5 stig og Breiðablik 318,5 stig. Veðrið lék ekki við keppendur, en rok og rigning var nánast alla helgina. Keppendurnir stóðu sig vel miðað við aðstæður og þótti mótið heppnast vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert