Sá elsti sem verður bestur í árslok

Rafael Nadal.
Rafael Nadal. AFP

Spánverjinn Rafael Nadal mun verða í efsta sæti heimslistans í tennis í árslok, en þetta er orðið ljóst eftir frammistöðu hans að undanförnu.

Nadal er 31 árs gamall og verður elsti einstaklingurinn sem nokkru sinni hefur verið í efsta sæti heimslistans þegar kemur að áramótum síðan styrkleikalistinn var kynntur til sögunnar árið 1973. Hann var einnig efstur í árslok 2008, 2010 og 2013, en á eftir honum er svissneska goðsögnin Roger Federer.

Árangur Nadals er ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að undir lok síðasta tímabils þurfti hann að draga sig úr leik á Opna franska meistaramótinu og missti af Wimbledon-mótinu vegna meiðsla. Hann hefur unnið 16 risatitla á ferlinum.

Bretinn Andy Murray var efstur á heimslistanum í árslok 2016 en er nú í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert