Bróðir Messi í stofufangelsi fyrir vopnaeign

Argentínski fótboltakappinn Lionel Messi. Bróðir hans hefur í tvígang verið …
Argentínski fótboltakappinn Lionel Messi. Bróðir hans hefur í tvígang verið handtekinn fyrir vopnaeign. AFP

Matias Messi, eldri bróðir fótboltakappans Lionel Messi, var í dag úrskurðaður í stofufangelsi fyrir vopnaeign, að því AFP-fréttastofan hefur eftir saksóknara í Argentínu.

Til stendur að útskrifa Messi, sem er 35 ára, af sjúkrahúsi í dag og verður honum þá gert að sæta stofufangelsi á heimili sínu í Rosario, sem er um 300 km norður af höfuðborginni Buenos Aires.

Messi hefur dvalið á sjúkrahúsi frá því í lok síðasta mánaðar, eftir að hann fannst með meiðsl á andlitið á reki í blóðdrifnum hraðbát eftir árekstur við sandrif. Var hann handtekinn vegna vopna sem fundust um borð í bátinum.

Þetta er í annað skipti sem Messi hinn eldri er handtekinn fyrir vopnaeign, en viðurlög við brotinu varða á bilinu þriggja og hálfs og átta ára fangelsisdóms.

Lögfræðingur Messi fjölskyldunnar, Ignacio Carbone, sagði við fjölmiðla að Messi væri góður maður og að hann „sé ekki að fara að flýja“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert